Frænka fer erlendis

Wednesday, November 30, 2005

Hársnyrtistofa Margrétar, góðan dag

Fór í klippingu í morgun og ég get trúað ykkur fyrir því að þetta var í fyrsta sinn sem einhver annar en Magga Grétars snerti á mér hárið. (well, ég fór einu sinni í klippingu í Guatemala, borgaði ca 30 kr íslenskar fyrir hana og gæðin voru sannarlega í samræmi við verðið - arnór getur vottað það!)

Í morgun vaknaði ég ljótari en allt, var búin að fá mig fullsadda á að vera eins og ljón um hausinn; klæddi mig og rauk inn á hárgreiðslustofuna sem ég hafði haft augastað á. Ég var frekar stressuð, eins og ég væri að fara að láta taka úr mér endajaxlana og var næstum hætt við. Ég ákvað samt að panta tíma og mæta þá bara ekkert ef mér snérist hugur (já, þetta er svona mikið mál!) Þegar ég hafði loksins safnað kjarki til að fara að afgreiðsluborðinu, sagði konan mér að hún gæti bara klippt mig strax, þannig að 5 mín seinna sat ég með fangið fullt af hárgreiðslublöðum, kaffi í bolla, bleika slá um hálsinn og beið eftir þjónustu.

Ég veit ekki hvort það er eðlilegt, en það voru 4 aðilar sem komu að þessari klippingu minni.. er það þannig sem þetta virkar? Þannig er allavega ekki systemið á Hársnyrtistofu Margrétar, það get ég sagt ykkur. Fyrst kom stelpa, sem var ekki deginum eldri en 15 ára og þvoði á mér hárið - ég gat sossum alveg sætt mig við það. Svo kom lítill strákur og þurrkaði á mér hárið, sem var líka fínt. Svo kom klippikonan í öllu sínu veldi. Hún talaði með ótrúlega sterkum hreim svo ég skildi eiginlega ekki neitt sem hún sagði. Ég reyndi fyrst að segja henni hvað ég vildi en hún nennti lítið að hlusta á mig. Mér fannst hún leiðinleg og henni fannst ég klárlega líka leiðinleg því ég var alltaf að skipta mér af þvi sem hún var að gera.. hehh, örugglega ekki skemmtilegasti viðskiptavinurinn sem hún hefur fengið. Hún var líka alltaf að fara í burtu og klippa einhverja aðra á meðan ég sat eins og aumingi með rennblautt hárið, einu sinni sleikt aftur eins og mafíósi og í seinna skiptið var verra - þá skildi hún mig eftir með svona hrúts-topp og ég þorði ekki að breyta svo ég varð bara að gjöra svo vel og bíða svoleiðis! Klippingin hafðist eftir mikla bið og þá kom önnur stelpa og greiddi mér svo ég leit út eins og Hillary Clinton!

Ég var því með tárin í augunum þegar ég labbaði út og sór að ég færi aldrei neitt annað en til hennar mömmu minnar í klippingu

Núna hef ég grun um að nokkrir ónefndir vinir mínir séu komnir með kitl í magann af tilhlökkun að sjá ósköpin til að geta hlegið svolítið (ég held að arnór hafi aldrei skemmt sér betur en þegar ég leit út eins og aumingi eftir klippinguna í Guatemala..) EN þetta var ekki svo slæmt eftir allt því þegar ég var búin að bleyta hárið aftur og greiða það, þá er þetta bara fínasta klipping

en ég held það sé bara því ég hjálpaði henni svo mikið;)

6 Comments:

  • Sælar gott að þetta fór vel á endanum því á tímabili í sögunni þá var ég farinn að hafa áhyggjur af því fyrir þína hönd af þú myndir líta út eins og eftir hina víðfrægu greiðslu "máéglykta" eftir hina einu sönnu L****. En það hefði svosem verið mjög gaman fyrir aðra en þig ;)

    By Anonymous Anonymous, at 12:29 PM  

  • já ég verð að viðurkenna að það vaknaði lítill púki innan í mér og hann hló :)

    By Blogger Kolbrun, at 2:04 PM  

  • hehe, allt er gott sem endar vel.
    kv. Guðlaug Helga

    By Anonymous Anonymous, at 2:51 PM  

  • Ömurlegt! Sagan endaði með vonbrygðum fyrir okkur öll. Það var ekki búki sem hló inn í mér heldur hefði verið gaman að hafa myndavél á andlitinu á mér við upphaf og til enda sögunar því ég var eins og púki. Ég breytist frá því að vera þreyttur við próflestur yfir í stærra og stærra glott með glampa í augum en svo skemmdirðu þetta í lokin.
    Ég kannast samt við óttan. Fór í klippingu á spáni og það endaði ekkert vel.

    By Anonymous Anonymous, at 8:22 AM  

  • Haha, útlandaklippingar eru svo sannarlega sniðugar ...eða ætti ég frekar að segja stressandi. Fékk mér eina í Víetnam svona uppá djókið. Fann subbulegustu klippibúlluna í Saigon og skrölti þangað inn, borgaði örugglega 25 kall fyrir og leit ágætlega út:D
    Styttist í jólahitting:)
    KV. Thelma (sem þarf að komast í klippingu)

    By Anonymous Anonymous, at 8:37 AM  

  • Gylfi, ég held að það sé bara á valdi einnar manneskju að gera þá super greiðslu :)

    By Blogger Heidrun, at 2:05 AM  

Post a Comment

<< Home