Frænka fer erlendis

Thursday, November 24, 2005

Uppáhalds bókin mín

Það eru úldnir tímar framundan. Á meðan allir hamast í jólaundibúningi og almennum kammóheitum, eru aum örlög stúdentsins að vera í prófum. Eins og það sé ekki nógu slæmt að það er dimmt næstum allan sólarhringinn, þá þarf að bæta ofan á það samviskubiti og stressi fyrir komandi prófatíð.

Sumir njóta samt þessa tíma; að vera inni á náttfötunum allan daginn meðan það er ískalt úti, sökkva sér ofan í bækurnar með gott kaffi og hlusta á ljúfa tónlist. Það er líka mikilvægt að vera góður við sig í próftíð. Það felst ekki bara í óheyrilegu nammiáti og ruslfæði. Það ættu líka allir að kaupa sér nýjan geisladisk og góða bók.

Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað skemmtilegt að hlusta á í pásunum eða á meðan lesið er.. Svo er gott að lesa eitthvað skemmtilegt þegar maður er komin upp í rúm á kvöldin. Mér finnst alveg nauðsynlegt að taka hugann frá námsefninu svona rétt fyrir svefninn, annars held ég bara áfram að þylja upp kenningar og ártöl alveg þangað til ég sofna og dreymir jafnvel námsefnið.

Þá er nú skárra að lesa eitthvað aðeins léttara og gleyma sér svolítið..

Ég á eina svona bók sem kemur mér alltaf í gott skap og ég get gripið í hvar og hvenær sem er. Ef þið eigið hana ekki, þá mæli ég með því að þið kaupið ykkur hana.
Þetta er bókin Albúm eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
Mamma mín sendi mér hana þegar ég var í Guatemala og ég las hana örugglega 100 sinnum þar. Ég get enn gripið í hana ef þannig liggur á mér og hún kemur mér alltaf í gott skap.

Hana nú – þá er predikun dagsins lokið.. Allir að vera góðir við sig og kaupa sér eitthvað fallegt og skemmtilegt :)

6 Comments:

  • já klassa bók þarna á ferð ;) heheh náði samt ekki alveg að lesa í gegnum hana, það var nóg f. mig að lesa fyrstu og seinustu blaðsíðuna :P hehe en hlakka til að sjá þig bara eftir nokkra daga ;**

    By Anonymous Anonymous, at 4:45 PM  

  • ég á einmitt eina svipaða sem heitir kvöldljósin eru kveikt!

    húrra fyrir heimkomu innan skamms

    By Blogger Kolbrun, at 8:53 AM  

  • Heiðrún! Myndaalbúm flokkast ekki sem bækur, sorry honey! Veit að það er það eina sem þú telur þig hafa lesið.
    Kemur elskan.

    By Blogger Mæja tæja, at 10:09 AM  

  • lol

    By Blogger Heidrun, at 10:22 AM  

  • Hei do. Det er mig, Arnor, din islandske ven som har glemt sit sprog og derfor kan kun snakke dansk. Jeg tror det bliver lidt svært nar jeg kommer hjem og möder mine venner men de snakker so godt dansk at jeg haber at det bliver ikke et problem.

    Savner dig meget min skat, venlig hilsen fra Köbenhavn, a.k.a. "land of beer drinking alkaho...I mean architects"

    By Blogger addibinni, at 11:20 AM  

  • notaðirðu Babelfish þýðingarvélina á netinu til þess að skrifa þetta arnór?

    By Blogger Heidrun, at 3:06 PM  

Post a Comment

<< Home