Frænka fer erlendis

Saturday, March 25, 2006

Örvhent kona ráðin í vinnu

Borghildur Una Tumadóttir hóf í dag störf við afgreiðslu innlendra gæðamatsbeiðna hjá Reykjavíkurborg. Væri það vart í frásögur færandi, nema fyrir það að Borghildur er kona - og örvhent í ofanálag.

Mun þetta í fyrsta sinn sem einstaklingi 'af þessu tagi' er treyst til vinnu og þykir mörgum yfirstjórn borgarinnar tefla á tæpasta vað með ráðningunni.

Að sögn samstarfsfólks Borghildar stóð hún sig ágætlega fyrsta daginn - og raunar framar björtustu vonum - þrátt fyrir að flestum þætti að vonum óþægilegt að eiga bein samskipti við hana.

Sjálf segist Borghildur þakklát fyrir þetta tækifæri, en telur varla forsendur fyrir að mæta aftur á morgun - enda allur tölvu-, samskipta- og skrifstofubúnaður ætlaður rétthendum (Baggalútur)

það er semsagt enn smá von fyrir mig.. bara ef ég held litblindunni leyndri, þá er framtíð minni borgið :)

1 Comments:

  • SEI SEI NEI!..er allt orðið bjrálað!

    -Inga

    By Anonymous Anonymous, at 5:24 AM  

Post a Comment

<< Home