Frænka fer erlendis

Tuesday, March 06, 2007

Heiðrún recently..



munið þið eftir þessari mynd sem var tekin af Whitney á bensínstöð um daginn.. það var sirka svona sem ég leit út í nótt þegar ég stóð fyrir utan heilsugæslustöðina í borgarnesi og var að bíða eftir næturlækninum - mér hætti næstum því að vera illt þegar ég áttaði mig á hrikalegum útgangnum á mér.. Ullarsokkar, grænköflóttir skór, bláar náttbuxur, hvítur hlýrabolur, enginn brjóstahaldari, síð mokkakápa, hálfblautt hár með sjampói í.. Ég var farin að halda að læknirinn á næturvaktinni hefði séð mig úr fjarska og ákveðið að keyra í burtu..

Ástæðan fyrir veru minni þarna var semsagt að ég festist í hálsinum eina ferðina enn. Það hefur komið fyrir mig áður og þeir sem hafa séð mig í því ástandi vita að það er ekki lekkert. Ég labba einhvern veginn eins og hringjarinn frá Notre Dam, með hausinn á hlið, ég get lítið talað og ég get ekki kyngt, svo ég slefa. þessu fylgja svakalega miklar kvalir svo ég fer yfirleitt líka að grenja, þannig að þeir sem vilja geta reynt að sjá fyrir sér heildarmyndina.. Hinir sem ekki eru orðnir 16 eða bara einfaldlega treysta sér ekki til þess að leggja saman tvo og tvo, skulu láta það eftir sér

Í fyrsta sinn sem ég fékk þetta, beið ég svo lengi á bráðamóttökunni að þetta lagaðist af sjálfu sér.. og ég sem hafði setið þarna slefandi á stól í marga klukkutíma, rétti bara allt í einu úr hausnum, stóð upp og labbaði út (spurning hvað fólkið í kring hefur haldið.. að ég væri bara svona þreytt að bíða að ég nennti ekki að gera þetta upp lengur, haha)

í gær var öðrum og harðari aðferðum beitt og á tímabili hélt ég að læknirinn ætlaði að slíta af mér hausinn! ég lá þarna á bekk og hann togaði og togaði og togaði í allar áttir og sagði við mömmu "haltu fótunum á henni margrét" því ég emjaði og veinaði og barðist um á hæl og hnakka (ég er guðs lifandi fegin að hafa aldrei verið í íþróttum, þar sem meiðsli eru daglegt brauð, ég væri ekki vinsæl hjá öðrum liðsmönnum) þegar hann var búinn að toga og toga og ég fann að klemman var að losna, þá sagði doktorinn "ég held svei mér þá að þetta sé bara verulega slæm hálsbólga" haha - ég veit ekki með ykkur en svona bráðahálsbólgu hef ég aldrei heyrt um.

eftir nóttina er ég semsagt fegin að læknum ber skylda til að hjálpa öllum, sama þó útgangurinn á þeim sé eins og á krakkhóru úti í löndum :)

6 Comments:

  • greyið mitt gráa! Vonandi ertu orðin betri núna, góð afsökun samt fyrir allskonar dekri og vorkunn :) Maður hefur nú gott af því svona öðru hvoru.

    By Blogger Kolbrun, at 3:59 AM  

  • Ég get fyrirgefið þér margt en ef þú mættir með e-ð af þessum fötum hingað út á föstudaginn þá geturu bara tekið upp úr töskunum aftur.

    Maður hefur nú ákveðinn standard.

    Nóri frændi

    By Anonymous Anonymous, at 8:30 AM  

  • já það er satt hjá þér kolla, verst að ég er eiginlega alveg búin að jafna mig.. það er enginn að aumka sig yfir eymsli í hálsi og verk í eyra, hehe :)

    arnór alltaf sami mannvinurinn! hjúkk að þú ert ekki læknir segi ég nú bara.. ég hef ákveðið að mæta í nákvæmlega þessu dressi til þín og í bónus ætla ég að vera berfætt í inniskóm, með harða hæla og brjóstahaldaralaus

    By Blogger Heidrun, at 3:23 PM  

  • finn til með þér greyið mitt. Hafðu það gott í Borgó.
    Hey ég og Laufey erum annars að fara að kaupa okkur íbúð á Ak. Innfluttningspertý í maí á ekki að mæta??!!!

    By Anonymous Anonymous, at 10:25 AM  

  • Diese sehr gute Idee fГ¤llt gerade Гјbrigens viagra bestellen levitra online [url=http//t7-isis.org]cialis ohne rezept[/url]

    By Anonymous Anonymous, at 7:57 PM  

  • Le aseguro. http://nuevascarreras.com/ cialis generico andorra Penso che si sbagliano. Cerchiamo di discutere di questo. [url=http://nuevascarreras.com/comprar-cialis-es/ ]cialis vs viagra [/url]

    By Anonymous Anonymous, at 8:49 PM  

Post a Comment

<< Home